Í Íslendingabók má finna upplýsingar um nær alla Íslendinga sem heimildir eru til um. Viltu skoða ættingja þína fyrr og nú ásamt áhugaverðri tölfræði um ættina eða rekja þig saman við aðra?
Þú getur fengið aðgang að Íslendingabók þér að kostnaðarlausu. Allir þeir sem hafa íslenska kennitölu geta tekið þátt.
Aðgangi að Íslendingabók með rafrænum skilríkjum í gegnum island.is var lokað 20. mars.
Samkvæmt ákvörðun ríkisins er aðgangur að Íslendingabók ekki leyfður í gegnum nýja vefgátt island.is sem leyst hefur hina eldri af hólmi.