Í Íslendingabók eru einstaklingar tengdir foreldrum sínum eftir bestu fáanlegum heimildum. Í flestum tilfellum er stuðst við þjóðskrá, kirkjubækur, manntöl eða útgefin ættfræðirit. Leitast er við að koma til móts við óskir ættleiddra einstaklinga við birtingu upplýsinga í Íslendingabók.
Ættleiddur einstaklingur getur valið um að birtast á vefnum annaðhvort sem barn blóðforeldra sinna eða kjörforeldra.
Ef ættleiddur einstaklingur er tengdur blóðforeldrum sínum getur hann jafnframt fengið aðgang að ættum kjörforeldra sinna sé þess óskað með því að smella á nöfn þeirra í textaglugga sínum.
Ættleiddi einstaklingurinn ræður því hvernig tengingum við foreldra er háttað, en forráðamaður hans, sé einstaklingurinn undir lögaldri. Þó er viðurkennt að réttur blóðforeldris sem ekki vill tengjast ættleiddu barni sé ávallt sterkari en vilji barnsins til tengingar.
Komi fram óskir um breytingar á tengingum ættleiddra einstaklinga er brugðist við þeim eins fljótt og mögulegt er. Hægt er að koma upplýsingum á framfæri í gegnum hnappinn „Ábendingar“.
Engir aðrir geta hlutast til um það hvernig ættfærslur ættleiddra einstaklinga birtast, hvorki börn, barnabörn, makar, systkini eða aðrir ættingjar.