Íslendingabók -

Ábendingar

Hægt er að koma ábendingum á framfæri við starfsfólk Íslendingabókar.

Íslendingabók hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um ættfræði íslensku þjóðarinnar frá landnámsöld til okkar daga. Engu að síður vantar enn nokkuð í safnið. Sumt á einfaldlega eftir að vinna en aðrar upplýsingar er erfiðara að nálgast eins og t.d. afdrif Íslendinga erlendis og upplýsingar um afkomendur þeirra. Við fáum upplýsingar úr þjóðskrá um fæðingar, giftingar og andlát. Búsetuskrá þjóðskrár gefur okkur upplýsingar um tengsl foreldra og barna ef þau búa á sama heimili. Erfiðara getur reynst að nálgast upplýsingar um foreldri barns sem ekki býr á sama heimili og barnið þar sem aðgangur að kirkjubókum er lokaður þar til að síðasta færsla er orðin 50 ára gömul.

Notendur hafa verið duglegir að senda okkur ábendingar um tengsl foreldra við börn, svo og Íslendinga og afkomendur þeirra erlendis. Við þiggjum allar slíkar upplýsingar með þökkum. Af því leiðir að Íslendingabók birtir í sumum tilvikum upplýsingar sem ekki koma fram í þjóðskrá eins og t. d. foreldratengsl og dánardaga Íslendinga erlendis.

Hægra megin á upplýsingasíðu notanda má finna valhnappinn „Ábendingar“ og þar birtist form sem nota má til að koma ábendingum á framfæri við starfsfólk Íslendingabókar.



Ekki er hægt að koma ábendingum á framfæri nema netfang notanda sé skráð hjá Íslendingabók.