Íslendingabók -

Nánasta fjölskylda

Aðgangur hvers og eins afmarkast við nánustu ættingja, beinan legg aftur og alla þá sem fæddir eru fyrir árið 1700.

Nánasta fjölskylda miðast við langömmur og langafa og alla afkomendur þeirra. Ekki er veittur aðgangur að systkinum langömmu og langafa.

Hægt er að skoða allar upplýsingar um nánustu fjölskyldu eins og maka þeirra, börn, foreldra og systkin.

Tölfræði um ættina þína sem hægt er að skoða á síðunni miðast við nánustu fjölskyldu. Þar er hægt að skoða upplýsingar um algeng nöfn í ættinni, elstu og yngstu ættingjana og algengustu fæðingarstaði þeirra.

Auk nánustu fjölskyldu er hægt að skoða forfeður allt aftur á landnámsöld ef upplýsingar liggja fyrir. Aðgangur er jafnframt opinn að einstaklingum í Íslendingabók sem fæddir eru fyrir árið 1700.