Venjur um rithátt nafna hafa breyst í gegnum tíðina og því eru mörg nöfn í Íslendingabók sem hafa fleiri en einn rithátt. Til dæmis er nafnið Sesselía ritað á tíu mismunandi vegu í Íslendingabók. Ef leitað er eftir nafninu Sesselía, birtast niðurstöður sem innihalda konur sem heita Sesselja, Cecilía eða jafnvel Setselía.
Það nafn sem á sér flesta rithætti í Íslendingabók er Zophonías en af því eru eftirfarandi rithættir líka þekktir:
Sofanías, Soffanías, Soffaníus, Soffonías, Soffónías, Sofonías, Sophonías, Sófanías, Sófonías, Sófónías, Sóphanías, Zoffonías, Zofonías, Zophanías, Zófonías, Zófónías, Zóphanías, Zóphonías og Zóphónías - alls 20 mismunandi rithættir.