Íslendingabók -

Dánardagar Íslendinga erlendis

Við leggjum kapp á að leita uppi dánardaga fyrir einstaklinga sem fæddir eru á fyrri hluta 20. aldar. Þjóðskrá veitir upplýsingar um dánardaga þeirra einstaklinga sem búsettir hafa verið á Íslandi eftir 1966. Aðgengi að opinberum dánarskrám hefur aukist til muna í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi sem hefur auðveldað okkur mjög vinnuna. Ætla mætti að auðvelt væri að nálgast upplýsingar frá Norðurlöndunum en svo er alls ekki. Fjöldi Íslendinga flutti til Danmerkur á 20. öld en þaðan virðist einna erfiðast fyrir okkur að nálgast upplýsingar um afdrif fólks. Upplýsingar um Íslendinga látna erlendis rata þó að einhverju leyti til þjóðskrár en ekki alltaf. Finna má andlátstilkynningar frá ættingjum og vinum í dagblöðum um Íslendinga sem jafnvel hafa verið búsettir erlendis um árabil. Notendur hafa verið iðnir við að senda okkur upplýsingar um látna ættingja sína í útlöndum og þiggjum við allar slíkar ábendingar með þökkum.